Færsluflokkur: Bloggar

Þriðji í bloggi

Þá er komið að þriðja í bloggi. epli

Búið að fara ferðina til Valenca og allar erum við orðnar hundleiðar á að borða gulrætur og komnar í eplin í staðin.

 Skólinn 2007 032Nú er aðeins sjö kennsludagar eftir og við allar farnar að telja niður. Ekki það að okkur leiðist því þetta er búið að vera alveg stórskemmtilegt ár. Skemmtilegur hópur og góðir kennarar.

Auðvitað er líka komin tilhlökkun í að fara að vinna aftur og hitta vinnufélagana, slúðrið í morgunkaffinu og hlusta á skemmtilegu  brandarana. Það hefur sem betur fer ekki verið skortur á þeim hér enda sjúkraliðar flestir upp til hópa með samskonar húmor.

hætt í bili

kv. Guðrún


Annar í Bloggi

Jæja þá hefst annar í bloggi, spurning hvernig til tekst

Er núna stödd í tölvutíma hjá Svanhildi ásamt hinum tölvunördunum og skelli hér inn myndum af þeim en lopapeysurnar urðu eftir - svo svakalega mikil rigning í dag en gúmmítútturnar héldu litlum fótum þeirra þurrum svo þær koma sér nú alltaf velVestmannaeyjingurinn fagri. Þetta eru þær Sigrún og Guðrún, þær kalla sig hjónin en við hinar kaöllum þær FLÓNIN en þær mega auðvitað ekki vitað það.

 Guðrún Ásgeirs   

 

NördarAuðvita eru fleiri nördar hér líka, þær eru úr Hafnarfirði- spurning hvort það sé nokkuð skárra að vera þaðan eða vera kallaður flón. Nei auðvitað eru þetta allt sóma konur sem ég tek mér stundum til fyrirmyndar.

 

 

Nú eru bara fjórar vikur til Spánarfararinnar og sumar farnar að pakka og enn aðrar hættar að sofa, mæta á morgnan með baugana niður á axlir og hárið í einni flækju í hnakkanum- gefa sér ekki tíma til að setja upp andlitið og einni var meira að segja vikið úr tíma um daginn því hún bara þekktist ekki, nefni engin nöfn en það var ekki ég.

´HlaupaskórGuðrún Ásgeirs er svo ánægð með Hótelið sem við verðum á því þar er líkamsræktaraðstaða og nú á sko aldeilis að koma sér í form á þessum fjórum dögum - ætti sko að duga fyrir næstu tvö árin eða svo. Hún fór í Intersport og keypti sér nýja hlaupaskó í gær sem eru þeim töfrum sleeping beautygæddir að í raun þarf hún ekki að fara í þá - þeir hlaupa bara sjálfir og það sem betra er þeir gera þetta fyrir hana, hún liggur bara og sefur úr sér tequilað á morgnana á meðan skórnir hlaupa í ræktinni og brenna fullt af hitaeiningum og víkka vel út frekar aldraðar kransæðar hennar- já þetta kallar maður lúxus

 

Tequila

Nafna mín Ásgeirs fannst þessi kona minna sig á mig en eitthvað minnti flaskan hana á fyrri sumarfrí á Spáni.

Hún verður nú trúlega fyrir vonbrigðum þegar ég drekk hana undir borðið þarna úti. Kannski verður hún líka spæld að komast ekki í Séð og heyrt en hver veit nema Mannlíf taki við hana viðtal um för hennar með sjúkraliðanemanum og skólasystrum þeirra út - eða hún sendir lífsreynslusögu til Vikunnar.

Hér í skólanum erum við allar nagandi gulrætur í tíma og ótíma. Sumar orðnar ansi líkar kanínum þegar þær brosa og telst ég víst í þann flokk líka, framtennurnar orðnar all framstæðar, eyrun hafa stækkað töluvert, orðin verulega skeggjuð í andliti og lítill sætur dindill hefur verið að flækjast fyrir mér þegar ég sest- frekar óþægilegt þegar ég er í þröngum buxum en sem betur fer á ég ekki ein við þetta vandamál  heldur hef ég verið dugleg að bjóða nöfnu minni með mér og svo eru Brenda, Ragga og Brynhildur nagandi gulrætur líka og eru sumar orðnar ansi líkar kanínum, myndin sýnir Ragnheiði á góðri stund í kaffitímanum í skólanum

 

Jæja þá er þessum kennsludegi lokið, búin að læra helling um hjartað og æðarnar- viskan vellur út um öll vit, sá fróðlega mynd í sálfræðinni, komst að því að hamingjan felst ekki í kílóum eins og Nína komst  einhvernveginn að orði- en það var svo sem ekki nýr sannleikur - tel mig nokkuð hamingjusama þrátt fyrir bubblumaga, undirhöku og hundakinnar. Svanhildur gaf mér gott næði til að blogga aðeins svo núna er bara að vaða heim í rigningunni,(vona samt að fíni kanínufeldurinn minn blotni ekki) og fá sér eitthvað gott í gogginn- ekki gulrót samt

Læt þetta duga í bili

Sjúkraliðaneminn

 


Sjúkraliðinn

Jæja þá er komið að því að gera sína fyrstu bloggfærslu og er þetta því fyrsti í bloggi í dag.

                                           

 

Við erum fimmtán skvísur (að eigin mati) sem erum í framhaldsnámi sjúkraliða í öldrun. Þetta er mjög skemmtilegt nám og  góður hópur samankominn. Á meðfylgjandi mynd sést Brynhildur setja upp þvaglegg hjá einum heimilismanni/konu skólans, en þetta er svona eitt af því sem við erum að læra í þessu námi.

avatarbarbaraÍ skólanum er verið að reyna að gera okkur að vægum tölvunördum - spurning hvernig til tekst en við leggjum okkur allar fram, flestar komnar með þykk lesgleraugu og allar mætum við í hnökróttum lopapeysum og í slitnum gúmmítúttum svo Svanhildur tölvukennari sjái nú að við leggjum okkur allar fram en í raun litum við svona út áður en við urðum nördar. En Svanhildur hefur tekið þá ákvörðun að á haustönninni eigum við að blogga og þetta er afraksturinn.

 

Þar sem ég reyni nú að sinna því sem ég tek mér fyrir hendur  þá hef ég auðvitað setið við tölvuna og gert öll þau verkefni sem Guðrún Hildur hefur sett okkur fyrir, fyrir næstu viku. Búin að svara öllum þeim spurningum sem viðkoma hjartanu og gera svo  samviskulega hjúkrunarmeðferð fyrir hana Siggu blessaða sem er nú orðin 78 ára, trúlega verður hún 79 á árinu ef hún hressist, hún fékk fyrir hjartað á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr og var auðvitað send beint á sjúkrahús. Þar voru allar hjúkrunargreiningar gerðar en heimavinnan okkar var sem sagt að finna hjúkrunarmeðferðirnar og verkþættina og gekk það að lokum með aðstoð besta sjúkraliða landsins hennar Halldóru vinkonu minnar sem er hafsjór af fróðleik og búin að fara í gegnum þetta nám- gott að eiga góða vini. Ég ætla ekki að gleyma að þakka nöfnu minni Ásgeirs, ég held að það sé hennar hjartans mál að ég standi mig ekki síður en hún enda kemur öll hennar aðstoð beint frá hennar dýpstu hjarta rótum.

 

 Við skvísurnar fimmtán erum að fara til Valencia á haustönninni og teljum við að ástæða þess að við eigum að blogga sé sú að Svanhildur kemst ekki með en vill fylgjast með sjúkraliðanördunum sem hún kennir, athuga hvort þeir fari sér nokkuð að voða þarna á Spáni. Við erum reyndar með tvo kennara með okkur til að ekkert fari nú úrskeiðis og allar skili sér aftur heim. Annars ætlar Brenda bara að rölta á milli elliheimila og skoða aðstæður þar og spurning hvort Elín skrölti þetta með henni - aldrei að vita hvar maður lendir þegar aldurinn færist yfir og kannski engin pláss á Íslandi.  Sigrún og Arndís ætla að læra spænsku, skilst að þær séu sáttar við að læra tvö orð trúlega verður það Hola og Si en Guðrún Ásgeirs gæti nú kennt þeim eitthvað, hún sagðist kunna eina setningu á spænsku sem er Yo quiero uno doble Tequila, hún var víst lengi að læra þetta en eftir það þá fer hún minnst þrisvar á ári til Spánar til að geta sýnt manninum sínum hversu klár hún er í spánsku. Já blessunin það er bara þarna sem hún getur drukkið Tequila í ró og næði og skandalíserað án þess að það komi í Séð og heyrt. Við hinar erum svo menningarlegar að við ætlum í skoðunarferðir og njóta þessar fallegu borgar, ekkert áfengi né búðaráp, jú auðvitað Ragga og Guðrúnurnar tvær Ásgeirs og Hólm ætla að fylla ferðatöskurnar af skóm og hafa meira að segja beðið okkur hinar að taka með aukatöskur svo við getum fyllt þær af skóm fyrir þær - spurning hvort þær fá þær svo til baka ef þær hafa valið vel - við gætum kannski selt skóna þeirra í Kolaportinu upp í ferðina

Hef þetta ekki lengra í bili

Sjúkraliðinn

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband